Íþróttir

WOW air flýgur til New York allan ársins hring
Miðvikudagur 29. júní 2016 kl. 10:04

WOW air flýgur til New York allan ársins hring

WOW air mun hefja áætlunarflug til New York þann 25. nóvember. Flogið verður þangað alla daga, allan ársins hring. Flogið verður til Newark flugvallar í nýjum Airbus A321 þotum. Þá má benda á að tímasetningar flugáætlunarinnar eru Íslendingum mjög hagstæðar en brottför er kl 15:15 sem er töluvert fyrr en boðið hefur verið upp á fram til þessa. Íslendingar geta því nýtt daginn í New York betur en áður og jafnframt aukast tengimöguleikar verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.

Í New York eru mögnuð mannvirki, lífleg listasena og fjölbreytt mannlíf. Borgin tilheyrir New York-ríki og er stærsta borg Bandaríkjanna og sú fjölmennasta með rúmlega 8 milljónir íbúa. New York er suðupottur ólíkra menningarheima. Borgarbragurinn er líflegur og það er gaman að rölta um og láta borgina koma sér á óvart.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Við erum mjög stolt af því að geta boðið upp á daglegar ferðir til þessarar miklu heimsborgar á jafn hagstæðum og viðráðanlegum kjörum og raun ber vitni. Þessi áfangastaður mun styrkja okkur mjög í þeirri viðleitni að verða öflugasta lággjaldaflugfélagið á alþjóðavísu en þessi mikli vöxtur félagsins væri ekki fyrir hendi ef ekki væri fyrir velvild og traust almennings. Fyrir það erum við afar þakklát og við munum að sjálfsögðu halda áfram að standa vaktina og bjóða upp á bestu mögulegu verðin hverju sinni,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air.

Með þessum nýja áfangastað styrkir WOW air enn frekar leiðarkerfi sitt með tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu með stoppi á Íslandi. Markmiðið er að anna mikilli eftirspurn eftir auknu flugi til og frá Norður-Ameríku. WOW air flýgur nú þegar allan ársins hring til Washington DC, Boston, Los Angeles, San Francisco, Toronto og Montréal.