Keflvíkingar flugu með látum í undanúrslitin
Keflavík og Álftanes áttust við í kvöld í fimmtu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik. Það var því ljóst að barist upp á líf og dauða um hvort liðið kæmist áfram í undanúrslit. Keflvíkingar sýndu mikla yfirburði á öllum sviðum og hafði nærri þrjátíu stiga sigur að lokum (85:114).
Álftanes - Keflavík 85:114
(14:25 | 25:30 | 21:33 | 25:23)
Keflvíkingar tóku öll völd á vellinum strax í upphafi leiks og það fór ekki á milli mála að þeir voru ekki tilbúnir í sumarfrí alveg strax. Keflavík leiddi með ellefu stigum eftir fyrsta leikhluta (14:25) og þó heimamenn hafi náð að spyrna aðeins á móti í öðrum leikhluta þá juku gestirnir muninn sem var orðinn sextán stig í hálfleik (39:55).
Leikmenn Álftaness áttu engin svör við leik Keflavíkur sem hélt áfram að bæta í muninn og eftir að hafa gert 33 stig í þriðja leikhluta og munurinn orðinn 28 stig (60:88) var öllum orðið ljóst að tímabil Álftaness væri við það að ljúka.
Stigin dreifðust nokkuð bróðurlega milli leikmanna Keflavíkur sem voru tilbúnir að vaða eld og brennistein í kvöld til að tryggja sig áfram í átt að Íslandsmeistaratitlinum.
Stig Keflavíkur: Jaka Brodnik 21 stig, Remy Martin 18 stig, Sigurður Pétursson og Marek Dolezaj 16 stig hvor, Igor Maric 15 stig, Jakob Magnússon skoraði 8 stig á þeim 2:40 mínútum sem hann lék í leiknum og fyrirliðinn Halldór Garðar Hermannsson einni 8 stig, Urban Oman 7 stig og Danero Thomas 5 stig.
Keflavík er því komið í undanúrslit ásamt Grindavík og Val. Það kemur svo í ljós á fimmtudag hvort þriðja Suðurnesjaliðið bætist í hópinn þegar Njarðvík tekur á móti Þór Þorlákshöfn í oddaleik í Ljónagryfjunni.