Þróttur Vogum með góðan sigur

- Víðir gerði markalaust jafntefli

Þróttur Vogum mætti Leikni Fáskrúðsfirði sl. sunnudag og urðu lokatölur leiksins 1-3 fyrir Þrótti. Mörk leiksins skoruðu Jordan Chase Tyler á 38. mínútu, Ragnar Þór Gunnarsson á 41. mínútu og Viktor Smári Segatta á 77. mínútu. Lið Þróttar situr í þriðja sæti í 2. deildinni eftir fimm umferðir.

Þá mætti Víðir Garði Vestra sl. laugardag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Eitt rautt spjald kom í leiknum og fékk Ási Þórhallsson, leikmaður Víðis spjaldið á 90. mínútu. Víðir er í áttunda sæti deildarinnar.