Íþróttir

Styrkja fimleikafélagið vegna kaupa á búnaði
Þriðjudagur 15. maí 2018 kl. 12:35

Styrkja fimleikafélagið vegna kaupa á búnaði

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita fimleikadeild Keflavíkur styrk til nauðsynlegrar kaupa á búnaði og felur ráðið íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið í samráði við formann fimleikadeildarinnar og innkaupastjóra Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í fundargerð íþrótta-og tómstundaráðs Reykjanesbæjar frá 13. maí sl.

Fulltrúar fimleikadeildar Keflavíkur komu á fund íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar í júní í fyrra þar sem óskað var eftir fjárstuðningi við kaup á fimleikagólfi og endurnýjunar búnaðar, þá gat ÍT ekki orðið við erindinu og var því vísað til fjárhagsáætlunar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024