Íþróttir

Stórt tap gegn toppliðinu
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 22:04

Stórt tap gegn toppliðinu

Keflvíkingar gerðu ekki góða ferð í Vesturbæinn í kvöld, þegar þeir heimsóttu efsta lið Domino's deildarinnar, KR. KR-ingar unnu afar öruggan sigur, lokatölur 109-73. KR leiddi með 19 stigum í hálfleik og skoruðu þeir röndóttu alls 61 stig í hálfleiknum. Keflvíkingar voru taktlausir og náðu í raun aldrei að komast í gang gegn sterku liði KR-inga. Eftir leikinn eru Keflvíkingar í sjötta sæti deildarinnar.
 
KR-Keflavík 109-73 (30-18, 31-22, 25-19, 23-14)
Keflavík: Davon Usher 19/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 13, Valur Orri Valsson 10, Guðmundur Jónsson 9/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 6/4 fráköst, Reggie Dupree 5, Damon Johnson 5/8 fráköst, Knútur Eyfjörð Ingvarsson 4, Andrés Kristleifsson 2, Gunnar Einarsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Tryggvi Ólafsson 0.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024