Stjörnuhrap Keflavíkur

Keflavík tók á móti Stjörnunni í Domino´s deild karla í körfu í kvöld. Lokatölur leiksins voru 81-92 fyrir Stjörnunni. Staðan í hálfleik var 50-39 og fóru því Garðbæingar með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn. Keflavík virtist ekki ná sér á strik í leiknum og sigraði Stjarnan að lokum með ellefu stiga mun. Eftir leik kvöldsins er Keflavík í fimmta sæti deildarinnar en Njarðvík fylgir fast á hæla þeirra í sjötta sæti og Grindavík rekur lestina í áttunda sæti.

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Reggie Dupree með 16 stig, Ragnar Örn Bragason með 13 stig og 6 fráköst, Stanley Earl Robinson með 10 stig og 8 fráköst og Þröstur Leó Jóhannsson með 10 stig og 4 fráköst.