Skellur í Hafnarfirði

Keflvíkingar töpuðu stórt gegn Haukum

Keflvíkingar fengu vænan skell gegn Haukum á útivelli, 81-64, þegar liðin mættust í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Það var aðeins í fyrsta leikhluta sem Keflvíkingar sýndu sitt rétta andlit en eftir það tóku Haukar öll völd á vellinum. Í síðari hálfleik skoruðu strákarnir úr Sláturhúsinu aðeins 26 stig og þar af sjö í þriðja leikhluta. Hörður Axel var atkvæðamestur Keflvíkinga með 17 stig og Gunnar Ólafsson skoraði 14. Aðrir voru langt yfir pari.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 14/6 fráköst, Michael Craion 11/12 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 8, Reggie Dupree 6, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 3, Ágúst Orrason 3, Davíð Páll Hermannsson 2, Guðmundur Jónsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Javier Seco 0. 

Haukar: Hjálmar Stefánsson 21/4 fráköst, Marques Oliver 16/13 fráköst/4 varin skot, Daði Lár Jónsson 15/5 fráköst, Haukur Óskarsson 13/5 stoðsendingar, Arnór Bjarki Ívarsson 10, Kristinn Jónasson 2, Matic Macek 2, Hilmar Smári Henningsson 2/6 fráköst, Ívar Barja 0, Hamid Dicko 0, Óskar Már Óskarsson 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0.