Íþróttir

Róðurinn þyngist hjá Keflavík
Laugardagur 7. júlí 2018 kl. 18:44

Róðurinn þyngist hjá Keflavík

- Grindavík tapaði fyrir FH

Róðurinn er þungur hjá Pepsi-deildarliði Keflavíkur og hann er að þyngjast. Áttunda tapið í sumar er staðreynd og nú gegn Stjörnunni á heimavelli í Keflavík. Með sigrinum á Keflavík í dag fór Stjarnan á toppinn með 25 stig eins og Valsmenn en með betri markatölu. Keflavík er enn á botninum með sín þrjú stig eftir þrjú jafntefli í sumar.
 
Keflavík tapaði í dag með tveimur mörkum gegn engu. Gestirnir skoruðu fyrra markið á 15. mínútu og það síðara á þeirri 27.
 
Keflvíkingar hresstust aðeins í síðari hálfleik og náðu að skapa sér nokkur færi en aldrei vildi boltinn í markið.
 
Grindvíkingar hafa einnig átt erfitt uppdráttar eftir HM hlé og töpuðu í dag fyrir FH í Kaplakrika. Rodrigo Gómez skoraði mark Grindavíkur og náði að minnka muninn fyrir Grindavík en lokastaðan var 2-1 fyrir FH. Grindvíkingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig.





 
Baldur Sigurðsson reyndi að fiska vítaspyrnu með dýfu framan við Keflavíkurmarkið. Það tókst ekki. VF-myndir: Hilmar Bragi
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024