Ólafur Ragnar valinn stuðningsmaður ársins hjá Grindavík

Ólafur Ragnar Sigurðsson var valinn stuðningsmaður ársins 2017 hjá Grindavík, en undanfarin ár hefur sú hefð skapast að samhliða útnefningum á besta íþróttafólki ársins sé stuðningsmaður ársins einnig valinn.

Á verðlaunaafhendingunni var Ólafur sagður öruggur bandamaður Grindavíkur, en hann mætir á flest alla íþróttaviðburði sem tengjast UMFG. „Óli styður við bakið á þeim sem þurfa hvatningu. Íþróttastarf þarf stuðningsmenn eins og Óla.

Á heimasíðu Grindavíkur er Ólafi þakkað kærlega fyrir stuðninginn í gegnum árin.