Íþróttir

Njarðvíkingar sigruðu sjóðheita Tindastólsmenn
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 21:34

Njarðvíkingar sigruðu sjóðheita Tindastólsmenn

Framlenging og hasar í Ljónagryfjunni

Það þurfti framlengingu til þess að útkljá rimmu Njarðvíkinga og Tindastóls í Ljónagryfjunni, þegar liðin áttust við í Domino's deild karla í körfubolta. Að lokum fór það svo að Njarðvíkingar sigruðu 107-99. Þeir heimamenn höfðu á tímabili væna forystu, staðan 55-40 fyrir Njarðvíkinga í hálfleik. Gestirnir réttu úr kútnum strax í þriðja leikhluta en stigu á bensínið í botn í lokafjórðungnum. Þeir jöfnuðu metin og náðu forystu rétt fyrir leikslok, en það var Ragnar Friðriksson sem jafnaði aftur fyrir Njarðvíkinga með þrist. Því þurfti að framlengja. Þar reyndust Njarðvíkingar sterkari og unnu eins og áður segir. Stefan Bonneau fór á kostum hjá þeim grænu, skoraði 44 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Njarðvík-Tindastóll 107-99 (20-19, 35-21, 20-23, 13-25, 19-11)

Njarðvík: Stefan Bonneau 44/9 fráköst/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 16/8 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 14, Mirko Stefán Virijevic 13/9 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 8, Snorri Hrafnkelsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 5, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Maciej Stanislav Baginski 0, Magnús Már Traustason 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Jón Arnór Sverrisson 0.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024