Íþróttir

Keflvíkingar á sigurgöngu
Föstudagur 24. febrúar 2017 kl. 09:26

Keflvíkingar á sigurgöngu

Grindvíkingar lögðu botnliðið

Eftir komu Friðriks Inga til Keflavíkur hafa strákarnir í Bítlabænum náð að landa þremur sigrum í röð í Domino's deild karla í körfubolta. Í gær lögðu þeir Hauka á heimavelli 76:68 þar sem Hörður Axel daðraði við þrennu, skoraði 24 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Haukar leiddu í hálfleik með tveimur stigum en heimamenn sneru dæminu við í þriðja leikhluta og héldu út. Keflvíkingar eru í 6. sæti með 20 stig.

Keflavík-Haukar 76-68 (17-17, 18-20, 25-19, 16-12)

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 24/10 fráköst/6 stoðsendingar, Amin Khalil Stevens 16/14 fráköst, Reggie Dupree 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 8/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4, Daði Lár Jónsson 4, Elvar Snær Guðjónsson 0, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Ágúst Orrason 0.
 

Grindvíkingar gerðu fína ferð vestur og lögðu lánlausa Hólmara 80:88. Lewis Clinch fór mikinn og skoraði 34 stig í leiknum. Ólafur Ólafsson bætti við 22 stigum en aðrir höfðu hægt um sig í sóknarleiknum. Grindvíkingar þurftu að hafa vel fyrir sigrinum en heimamenn byrjuðu af feikilegum krafti. Eftir að hafa lent undir með 13 stigum í fyrsta leikhluta náðu Grindvíkingar hins vegar völdum á leiknum og fögnuðu sigri að lokum.

Snæfell-Grindavík 80-88 (31-18, 16-23, 17-21, 16-26)

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 34/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 22/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6/11 fráköst, Magnús Már Ellertsson 5, Þorsteinn Finnbogason 5/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Þorbergur Ólafsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.