Keflavík með tap í Kópavogi

Lið Keflavíkur í Domino´s deild kvenna mætti Breiðablik nú fyrr í kvöld og enduðu leikar með tapi Keflavíkur 72-69.

Stigahæstar í Keflavík voru Brittany Dinkins með 19 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Thelma Dís var með 12 stig og 6 fráköst og Emelía Ósk var með 11 stig og 6 fráköst.