Jón Axel leikmaður vikunnar

Jón Axel Guðmundsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur í körfu, var valinn leikmaður vikunnar í Atlantic 10 deildinni í bandaríska háskólaboltanum í gær. Jón Axel ræddi við Víkurfréttir eftir að hann var útnefndur í fyrsta úrvalslið annars árs nema í Atlantic 10 deildinni.

Jón Axel skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í leiknum og var nálægt þrennunni. Það er greinilegt að Jón Axel er að gera góða hluti úti en markmið hans í framtíðinni er að leika í NBA deildinni.