Jafntefli hjá Keflavík

Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörðinn í kvöld í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, lokatölur leiksins voru 2-2.

Juraj Grizel kom inn í byrjunarlið Keflavíkur fyrir Adam Árna Róbertsson og Lasse Rise var áfram í byrjunarliðinu eftir að hafa staðið sig vel í síðasta leik.
Marko Nicolic fór út af á 15. mínútu eftir að hafa lent í samstuði og í hans stað kom Bojan Stefán Ljubicic. Keflavík skoraði mínútu seinna með marki frá Sindra Þór Guðmundssyni og stoðsendingu frá Hólmari Erni Rúnarssyni.

Lítil spenna var framan af fyrri hálfleik og bæði lið frekar róleg, Keflavík pakkaði í vörn og FH náði ekki að komast inn fyrir varnarmúr Keflvíkinga. FH braut þó múrinn og  jafnaði á 40. mínútu með marki frá Geoffrey Castillion og staðan því 1-1. Marc McAusland kom Keflavík í 2-1 á 44. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar þegar flautað var til hálfleiks.

FH ætlaði sér að jafna metin og mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Sindri Þór, markmaður Keflavíkur átti góða markvörslu gegn Davíð Þór, leikmanni FH á 52. mínútu og lokaði á skot hans. Lasse Rise fékk gult spjald á 59. mínútu, Keflavík þétti vörnina aftur í seinni hálfleik og vörðust aftarlega. Atli Guðnason jafnaði metin á 67. mínútu og staðan því orðin 2-2 í Kaplakrika. Leonard Sigurðsson fékk gult spjald á 75. mínútu fyrir að stöðva skyndisókn en leikmaðurinn var nýkominn inn á í liði Keflavíkur þegar hann fékk að líta gula spjaldið en Juraj Grizelj fór út af. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson kom inn á fyrir Aron Freyr Róbertsson á 83. mínútu.

Lokatölur 2-2 og Keflavík situr í neðsta særi deildarinnar með þrjú stig eftir sjö umferðir.