Íslandsmót eldri kylfinga hófst í morgun

 

Það eru alls um 100 kylfingar sem taka þátt í Íslandsmóti eldri kylfinga sem hófst í morgun á Hólmsvelli í Leiru. Flestir af bestu kylfingum landsins, 55 ára og eldri, eru mættir til leiks og leika í blíðskaparveðri í Leirunni.

Alls eru leiknar 54 holur í mótinu og lýkur því á laugardag. Hólmsvöllur þykir í sérstaklega góðu ásigkomulagi en flatir vallarins er afar mjúkar þrátt fyrir mikinn þurrk í sumar. Starfsmenn vallarins hafa lagt sig alla fram við að vökva flatirnar og uppskeran er eftir því.