Hafa spilað yfir 100 leiki fyrir Grindavík

Þær Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir fengu nýlega afhentar gjafir frá Kvennaráði Grindavíkur í knattspyrnu, en þær hafa báðar spilað yfir 100 leiki fyrir Grindvíkinga.

Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að knattspyrnuliðið vilji byggja grunn sinn á leikmönnum sem eru sínu liði traustir og trúir. Einnig að afar mikilvægt sé að leikmenn Grindavíkur finni að það skipti máli að hjartað slái með liði Grindavíkinga.