Íþróttir

Grindvíkingar töpuðu stórt í Garðabæ
Föstudagur 24. október 2014 kl. 09:15

Grindvíkingar töpuðu stórt í Garðabæ

Grindvíkingar töpuðu sínum öðrum leik á tímabilinu í Domino's deild karla í körfubolta, þegar þeir heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ í gær. Stjörnumenn unnu 103-78 sigur, þar sem Grindvíkingar náðu sér ekki á strik. Leikurinn tapaðist líklega í þriðja leikhluta hjá Grindvíkingum, en eftir hann var staðan 83-58 heimamönnum í vil.

Tölfræði

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stjarnan-Grindavík 103-78
Grindavík: Oddur Rúnar Kristjánsson 17, Joel Hayden Haywood 13/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 7/4 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 7, Jens Valgeir Óskarsson 4, Hilmir Kristjánsson 3, Nökkvi Harðarson 1, Magnús Már Ellertsson 0, Jóhann Árni Ólafsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.