Íþróttir

Grindvíkingar grátlega nálægt sigri gegn Stólunum
Fimmtudagur 8. nóvember 2018 kl. 21:51

Grindvíkingar grátlega nálægt sigri gegn Stólunum

Eftir sigur á Keflvíkingum í bikarnum voru Grindvíkingar grátlega nærri því að leggja topplið Stólanna fyrir norðan í kvöld í Domino's deild karla. Tindastóll hafði 71-70 sigur eftir gríðarlega sterka byrjun Grindvíkinga. Jordy Kulpier var atkvæðamestur Grindvíkinga með 17 stig og 10 fráköst og Sigtyggur Arnar skoraði 16 í endurkomu sinni á Krókinn. Grindvíkingar sitja í 8. sæti deildarinnar með 4 stig.

Tindastóll-Grindavík 71-70 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindavík: Jordy Kuiper 17/9 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/4 fráköst, Tiegbe Bamba 15/13 fráköst, Lewis Clinch Jr. 14, Ólafur Ólafsson 6/10 fráköst, Johann Arni Olafsson 2, Hilmir Kristjánsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hlynur Hreinsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Aðalsteinn Pétursson 0.

Tindastóll: Urald King 23/14 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 12, Danero Thomas 12/8 fráköst, Dino Butorac 11/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 10/7 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 2, Viðar Ágústsson 1/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 0, Ragnar Ágústsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Friðrik Þór Stefánsson 0.