Íþróttir

Gerðu alltaf þitt besta
Laugardagur 3. mars 2018 kl. 06:00

Gerðu alltaf þitt besta

Knattspyrnukonan Þóra Kristín Klemenzdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, var valin leikmaður ársins hjá Keflavík í fyrra. Hún hefur æft knattspyrnu frá ellefu ára aldri og henni líður best heima hjá sér. Víkurfréttir fengu Þóru til að svara nokkrum spurningum í Sportspjalli.

Fullt nafn: Þóra Kristín Klemenzdóttir.
Íþrótt: Fótbolti.
Félag: Keflavík.
Hjúskaparstaða: Einhleyp.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? 11 ára.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Elis Kristjánsson.
Hvað er framundan? Framundan í fótboltanum er Íslandsmótið sem er í sumar og erum við í fullum undirbúningi fyrir það.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Myndi segja í fyrra þegar ég var valin leikmaður ársins í meistaraflokks kvenna 2017.

Uppáhalds...:
...leikari: Melissa McCarthy.
...bíómynd: Titanic.
...bók: Mýrin.
...alþingismaður: Ekki hugmynd.
...staður á Íslandi: Heima er best.

Hvað vitum við ekki um þig? Ég byrjaði fótboltaferilinn sem markmaður í nokkur ár og var bara nokkuð góð en ég get samt ekkert í marki núna.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Mæti á allar æfingar með það markmið að leggja mig 100% fram.
Hver eru helstu markmið þín? Langar að klára háskólanám en stunda fótboltann með því og auðvitað komast eins langt og ég get í honum
Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Það er alltaf skemmtilegt að rifja upp söguna af því þegar við vorum skelfilega lélegar á tímabili fyrir nokkrum árum og töpuðum öllum leikjum mjög illa, en í einum leiknum þá náðum við jafntefli og okkur leið auðvitað  eins og við hefðum bara sigrað heiminn og fögnuðum því með því að fara út að borða og svona því ég meina við töpuðum ekki, gleymi þessu aldrei.
Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Gerðu alltaf þitt besta, sama hvað það er.