Frestað í Grindavík vegna hávaðaroks

Leik Grindavíkur og Víkings úr Reykjavík í Pepsi-deildinni í knattspyrnu sem fara átti fram í kvöld í Grindavík hefur verið frestað vegna veðurs. Leikurinn hefur verið settur á annað kvöld kl. 19.15.
Hávaðarok er í Grindavík, um 14 metrar á sekúndu og jafnvel von á meiri vindi þegar líða tekur á daginn.
Annað kvöld leika líka Keflvíkingar en þeir heimsækja Fjölni í Grafarvoginn annað kvöld.