Íþróttir

Frábær árangur fótboltakrakka í Noregi
Keflavík eldra ár (14 ára) fóru í 64 liða A úrslit
Miðvikudagur 8. ágúst 2012 kl. 09:44

Frábær árangur fótboltakrakka í Noregi

Ungmenni af Suðurnesjum gerðu góða ferð til Noregs í síðustu viku en þangað var haldið til þess að etja kappi í fótbolta. Bæði sendu Keflvíkingar og Víðir unga fótboltasnillinga til keppni en þetta er eitt stærsta mót ungmenna í Evrópu þar sem yfir 40 þúsund manns sem koma að mótinu. Keppendur koma alls staðar að úr heiminum en að þessu sinni voru 300 frá Íslandi. Keppendur eru allt frá 11 ára til 17 ára bæði í pilta- og stúlknaflokki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stúlkur úr Garðinum höfnuðu í 3.-4. sæti B-úrslita í hópi 14 ára en þær töpuðu í undanúrslitum. Sameinað lið Reynis og Víðis hjá strákunum tapaði svo í 64-liða úrslitum en þeir eru einnig 14 ára.

Keflvíkingar sendu þrjú lið til leiks og stóðu þau sig öll með sóma. Í flokki 14 ára stráka þá unnu Keflvíkingar alla leiki sína í riðlinum en féllu svo úr leik í 64-liða úrslitum gegn liði  frá Noregi.

13 ára piltarnir frá Keflavík gerðu góða hluti en Keflvíkingar voru með tvö lið í þeim flokki. Annað liðið vann sinn riðið auðveldlega en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum. Hitt liðið frá Keflavík mátti sætta sig við stórt tap í 64-liða úrslitum.

Gríðarlegur fjöldi krakka frá öllum heimshornum tók þátt í mótinu eins og áður segir og samkvæmt supplýsingum frá þjálfara sem fylgdi krökkunum út þá stóðu íslensku liðin sig með stakri prýði.

Keflavík 1 yngra ár (13 ára) fóru í 64 liða B úrslit


Keflavík 2 Yngra ár (13 ára) fóru í 16 liða A úrslit