Íþróttir

Einar Orri og Kristrún Ýr best hjá Keflavík
Kristrún og Einar Orri ásamt Geir Þorsteinssyni frá KSÍ og Þorsteini Magnússyni formanni Kkd. Myndir/JónÖrvar.
Mánudagur 5. október 2015 kl. 15:23

Einar Orri og Kristrún Ýr best hjá Keflavík

Einar Orri Einarsson og Kristrún Ýr Holm voru valin bestu leikmenn meistaraflokka Keflavíkur í knattspyrnu á lokahófi knattspyrnudeildar sl. laugardagskvöld. Veittar voru viðurkenningar fyrir frammistöðu sumarsins hjá meistaraflokkum og 2. flokki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ var gestur á hófinu.

Markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn, Hörður Sveinsson fékk gullskóinn og Magnús Þórir Matthíasson fékk silfurskóinn. Þeir urðu markahæstu leikmenn liðsins í sumar en Hörður lék færri leiki og fékk því gullskóinn.  

Hjá meistaraflokki kvenna var Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir valin efnilegust og Ólöf Stefánsdóttir besti félaginn. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir fékk gullskóinn og Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir fékk silfurskóinn.  
Í 2. flokki karla var Einar Þór Kjartansson leikmaður ársins en Samúel Þór Traustason efnilegastur. Sindri Þór Guðmundsson fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir og Bergsveinn Andri Halldórsson var besti félaginn.
Marín Guðmundsdóttir var valin best hjá 2. flokki kvenna. Þar var Sólveg Lind Magnúsdóttir efnilegust og Þóra Kristín Klemenzdóttir besti félaginn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þjálfarar Pepsi-deildarliðs Keflavíkur með Þorsteini formanni, Fal Daðasyni sjúkraþjálfara og Jóni Örvari Arasyni í lokahófi.

2. flokkur Keflavíkur varð Íslandsmeistari B-liða.