Íþróttir

Baráttusigur Keflvíkinga í Fjósinu
Föstudagur 16. nóvember 2018 kl. 10:15

Baráttusigur Keflvíkinga í Fjósinu

Keflvíkingar sóttu tvö erfið stig á útivelli gegn Skallagrími í Domino’s deild karla í körfubolta. Hörður Axel Vilhjálmsson reyndist bjargvættur gestanna í 95-97 sigri þar sem Keflvíkingar komu sterkir tilbaka, en hann skoraði stóra körfu á vendipunkti leiksins. Staðan var jöfn í hálfleik 42-42 en Skallarnir voru sjóðandi heitir í þriðja leikhluta og náðu fimm stiga forystu. Þrátt fyrir gríðarlega stemningu í Fjósinu náðu Keflvíkingar að halda haus og fara suður með sterkan sigur.

Craion var bestur hjá Keflavík með 26 stig og Gunnar Ólafsson skoraði 20. Hörður Axel skoraði svo 14 og gaf 11 stoðsendingar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024


Keflavík: Michael Craion 26/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnar Ólafsson 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/11 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 12, Reggie Dupree 10, Javier Seco 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 5, Guðmundur Jónsson 3/6 fráköst/5 stolnir, Davíð Páll Hermannsson 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Guðbrandur Helgi Jónsson 0.