Ágúst og Thelma íþróttafólk Keflavíkur 2018

Ágúst Kristinn Eðvarðsson, taekwondomaður og Thelma Dís Ágústsdóttir, körfuboltakona voru valin íþróttafólk Keflavíkur 2018. Greint var frá valinu í hófi félagsins í Keflavík 28. desember sl. Einnig var greint frá vali á íþróttafólki ársins í öllum deildum félagins.
Ágúst Kristinn hefur náð afburða árangri í grein sinni þrátt fyrir að vera ungur að árum. Thelma Dís hefur verið lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur í körfubolta kvenna en er nú við háskólanám í Bandaríkjunum auk þess að spila körfubolta.

Íþróttamenn deilda Keflavíkur 2018

Knattspyrnukarl:               Hólmar Örn Rúnarsson

Knattspyrnukona:             Natasha Moraa Anasi

Körfuknattleikskarl:         Hörður Axel Vilhjálmsson

Körfuknattleikskona:        Thelma Dís Ágústsdóttir

Fimleikakarl:                      Atli Viktor Björnsson

Fimleikakona:                    Alísa Rún Andrésdóttir

Sundkarl:                            Þröstur Bjarnason

Sundkona:                           Stefanía Sigurþórsdóttir

Skotkarl:                             Magnús Guðjón Jensson

Taekwondokarl:                 Ágúst Kristinn Eðvarðsson

Taekwondokona:               Dagfríður Pétursdóttir

Blakkarl:                             Kristinn Rafn Sveinsson

Blakkona:                            Auður Eva Guðmundsdóttir