Fréttir

Útsýnispallur við Grindavíkurhöfn sendur í stefnumótunarvinnu
Föstudagur 5. apríl 2019 kl. 09:42

Útsýnispallur við Grindavíkurhöfn sendur í stefnumótunarvinnu

Hugmyndir um útsýnispall við Grindavíkurhöfn, þar sem ferðamenn eiga að geta fylgst með starfsemi við höfnina, virðast hafa orðið of stórtækar. Talsvert var rætt um útsýnispallinn á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur.
 
Á fundinum komu m.a. fram hugmyndir um hvort ekki væri allt eins hægt að setja upp myndavélar við höfnina sem sýndu frá löndun á fiski og ferðmenn gætu fylgst með á skjá í öruggu umhverfi í Kvikunni. Þá kom fram að oft skapast hætta við höfnina þegar fjöldi ferðamanna er í miklu návígi við atvinnulífið þegar fiski er landað á góðum degi.
 
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundinum að vísa málinu í stefnumótunarvinnu Kvikunnar.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024