Fréttir

Iron Maiden breiðþotan flýgur með 300 Íslendinga á landsleik
Breiðþotan á Keflavíkurflugvelli í dag.
Föstudagur 17. júní 2016 kl. 00:05

Iron Maiden breiðþotan flýgur með 300 Íslendinga á landsleik

Þekktasta breiðþotan í stórum flota Air Atlanta, Boeing 747-400, merkt Iron Maiden hljómsveitinni, lenti á Keflavíkurflugvelli í dag. Vélin flýgur til Frakklands á föstudagsmorgun með starfsfólk og eigendur Air Atlanta en fyrirtækið fagnar afmælinu með því að bjóða starfsfólki sínu á annan leik Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Marseille á laugardag.

Þessi fallega breiðþota var heimili meðlima hljómsveitarinnar á tónleikaferð hennar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar sem nú er lokið. Tónleikaferðin var vegna útgáfu nýjustu plötu hljómsveitarinnar, The Book of Souls sem kemur út 4. sept. nk. Söngvari hljómsveitarinnar, Bruce Dickinson, náði sér í réttindi til að fljúga vélinni sem er tvisvar til þrisvar sinnum þyngri en 757-200 vél eins og Icelandair notar mest.

Þrjúhundruð og þrjátíu Íslendingar munu fara með farkostinum til Frakklands og sjá þar viðureign Íslendinga gegn Ungverjum á laugardag. Að neðan er myndskeið af lendingu vélarinnar í Keflavík.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024