Fréttir

Hafnarstjórn færir þakkir vegna björgunar Fjordvik
Þriðjudagur 27. nóvember 2018 kl. 01:33

Hafnarstjórn færir þakkir vegna björgunar Fjordvik

„Stjórn Reykjaneshafnar þakkar öllum starfsmönnum Reykjaneshafnar og þeim aðilum, íslenskum sem erlendum, sem lögðu hönd á plóg við björgunaraðgerðina inn við Helguvíkurhöfn eftir strand ms. Fjordvik þann 3. nóvember sl. Aðstæður voru erfiðar og aðdáunarvert hve markvisst og vel var staðið að öllum þáttum aðgerðarinnar frá upphafi til enda,“ segir í bókun stjórnar Reykjaneshafnar sem samþykkt var samhljóða á síðasta fundi stjórnarinnar.
 
Ms. Fjordvik strandaði í sjóvarnargarði Helguvíkurhafnar aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember sl. Allir skipverjar náðust heilir í land og ekkert umhverfistjón varð. Björgunaraðgerðir tókust í alla staði mjög vel og var skipið dregið af strandstað að kvöldi föstudagsins 9. nóvember sl. Farið var yfir aðdragandann að strandinu á fundi hafnarstjórnar og þær aðgerðir sem fóru fram eftir það.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024