Hafa ekki fjármagn til að kaupa æfingatíma fótboltasal

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur sent Íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar óskir um fjármagn til að kaupa æfingatíma í nýjum fótboltasal Sporthússins á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Ráðið tekur jákvætt í erindið en hefur ekki fjármagn til umráða og vísar þ.a.l. málinu til bæjarráðs Reykjanesbæjar.