Fréttir

Gróðursetning til heiðurs Vígdísi Finnbogadóttur
Föstudagur 26. júní 2015 kl. 14:30

Gróðursetning til heiðurs Vígdísi Finnbogadóttur

Laugardaginn 27. júní kl. 13:00 verða gróðursettar þrjár birkiplöntur á skólalóð Grunnskóla Sandgerðis við Skólastræti í tilefni af þeim tímamótum að 35 ár eru liðin frá að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.

Tveir ungir Sandgerðingar, þau Guðlaug Emma Kristinsdóttir og Kristófer Emil Kárason sem eru að hefja nám í 1. bekk í haust, munu gróðursetja trjáplönturnar ásamt Hólmfríði Skarphéðinsdóttur formanni bæjarráðs.

Það er Skógræktarfélag Íslands sem hefur frumkvæði að þessari gróðursetningu í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga en öll sveitarfélög á landinu hafa verið hvött til að taka þátt í verkefninu laugardaginn 27. júní.

Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum til að vera þjóðkjörinn forseti og er óhætt að segja að hún eigi sérstakan stað í hjörtum Íslendinga. Það er því einstaklega ánægjulegt að hægt sé að minnast þessara tímamóta með slíkum táknrænum hætti í Sandgerði eins og í öðrum sveitarfélögum á Íslandi, segir á vef Sandgerðisbæjar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024