Fundað um samgöngumál á Réttinum síðdegis

Málfundafélag Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ boðar til fundar um samgöngumál sem verður haldinn á Réttinum í dag, miðvikudaginn 17. október, kl. 18:00-19:30. 
 
Þeir Jón Gunnarsson fyrrverandi samgönguráðherra, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson þingmenn og Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur verða með framsögur og svo verða fyrirspurnir úr sal. Fundurinn er opinn öllum og heitt á könnunni.
 
„Ég hvet fólk á Suðurnesjum til að mæta og heyra hvað þingmennirnir hafa að segja. Þetta skiptir okkur öll máli. Einfaldir kaflar Reykjanesbrautarinnar bera í dag ca 8-10.000 bíla umferð en raunumferð er rúmlega 17.000 bílar á dag. Samkvæmt Samgönguáætlun fáum við úrbætur eftir 15 ár. Hvað eru mörg banaslys þangað til?,“ segir Guðbergur Reynisson sem m.a. fer fyrir hópnum Stopp, hingað og ekki lengra.