Fréttir

Ferskir vindar verða í Suðurnesjabæ
Mánudagur 10. desember 2018 kl. 11:00

Ferskir vindar verða í Suðurnesjabæ

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis, sem mun heita Suðurnesjabær á nýju ári, hefur samþykkt samhljóða að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu „Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð“.
 
Bæjarstjóra var jafnframt falið að setja af stað vinnu við gerð samnings um verkefnið. Bæjarstjórn leggur áherslu á að listamenn í sveitarfélaginu fái tækifæri til að taka þátt í hátíðinni.
 
Ferða-, safna- og menningarráð hefur einnig lagt til að gengið verði til samstarfs við Listahátíð í Reykjavík um afhendingu Eyrarrósarinnar í febrúar nk. Ferskir vindar hlutu Eyrarrósina fyrr á þessu ári en það sveitarfélag sem heldur þann listviðburð sem er verðlaunaður er næsti afhendingarstaður verðlaunanna.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024