Fréttir

Dagur hinna veiku flugfarþega
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Airbus A330 frá Lufthansa var að lenda á Keflavíkurflugvelli nú undir kvöld. Eins og sjá má á neðri myndinni var mikið hitamistur við flugvöllinn, enda heitur dagur að baki á Suðurnesjum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Mánudagur 16. júlí 2012 kl. 20:41

Dagur hinna veiku flugfarþega

Tvívegis hafa flugvélar á leið yfir Atlantsála þurft að lenda í Keflavík í dag með veika farþega eða áhafnarmeðlimi.

Nú síðdegis lenti í Keflavík Airbus A330 frá Lufthansa á leið sinni frá Munich í Þýskalandi til San Francisco í Bandaríkjunum. Farþegi um borð veiktist og voru sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja tiltækir á flugvellinum til að taka á móti farþeganum. Hann var fluttur á Landsspítala í Fossvogi en er allur að braggast, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Á tíunda tímanum í morgun barst annað útkall þar sem áhafnarmeðlimur um borð í þotu frá Delta Airlines á leið frá Amsterdam í Hollandi til Detroit í Bandaríkjunum veiktist. Eins og síðdegis þá var sjúklingurinn fluttur á Landsspítalann í Reykjavík.



 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024