Breyta smiðju í íbúðarhúsnæði

Ásmundur Örn Valgeirsson, eigandi Hafnarbakka 10, sem er fyrrum Vélsmiðja Ól. Ólsen í Njarðvík, hefur óskað eftir leyfi til að breyta húsnæðinu í íbúðarhúsnæði.
 
Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á dögunum. Breytingin er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um notkun. Tekið er vel í erindið en afla þarf nánari gagna, segir í fundargerð og erindinu því frestað.