Fréttir

Boðað til fundar um hugsanlega sameiningu
Kalka er sorpbrennslustöð Sorpeyðinarstöðvar Suðurnesja í Helguvík.
Föstudagur 28. júlí 2017 kl. 17:06

Boðað til fundar um hugsanlega sameiningu

Sameining Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (SS) og Sorpu hefur verið til skoðunar. Sveitarfélögin á Suðurnesjum eru eigendur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Þau hafa öll tekið til afgreiðslu erindi stjórnar SS um að taka afstöðu til sameiningarviðræðna SS og Sorpu samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Capacent og kynningu sem öll sveitarfélögin fengu.
 
Öll sveitarfélögin hafa samþykkt að boðað verði til sameiginlegs eigendafundar áður en formleg afstaða verði tekin til málsins. 
 
Málið var rætt á stjórnarfundi SS á dögunum þar sem samþykkt var að leggja til við sveitarfélögin að boðað verði til sameiginlegs eigendafundar fimmtudaginn 21. september nk.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024