JS Campers
JS Campers

Aðsent

Löngu kominn tími til að lifa í sátt við nátturuna
Mánudagur 26. júní 2017 kl. 05:00

Löngu kominn tími til að lifa í sátt við nátturuna

Nú nýlega varð uppi fótur og fit þegar verktakar, sem unnu að vegagerð ofan Iðavalla, urðu varir við tjörumengun í jarðveginum. Margir Keflvíkingar sem eru komnir vel yfir miðjan aldur muna vel eftir því að varnarliðið fór ekki hefðbundnar leiðir við förgun úrgangsefna.

Ef við lítum til baka um það bil 60 ár, þegar við, nokkrir pollar vorum að leik á fyrrnefndum stað, veittum við því athygli að fjöldi fugla voru fastir í einhvers konar leðju. Þegar betur var að gáð sáum við að stórt svæði var þakið tjöru og þarna voru hundruðir fugla, sem sátu fastir í tjörubaðinu og fjöldi þeirra voru soknir á kaf. Þarna höfðu Vendararnir opnað fleiri tuga tunna og látið renna úr þeim, án þess að biðja um leyfi, eða láta bæjaryfirvöld vita.

Það var vor í lofti og sólin glampaði þannig á heita tjöruna og fuglarnir sem voru að koma yfir hafið renndu sér niður og álitu þetta vatn, en urðu fastir. Við pollarnir sóttum pappakassa, tókum c.a. 10 stk fugla úr leðjunni, og geystumst niður á lögreglustöð og báðum lögregluna að gera eitthvað í málunum. Það síðasta sem við heyrðum þegar við lokuðum hurðinni hjá lögreglunni, var að annar lögreglumaðurinn sagði við hinn: „Komdu með kutann, við skulum taka af þeim hausinn.“ Um það hvort eitthvað hafi verið gert í málunum veit enginn.

En eitt vitum við bæjarbúar, að viðskilnaður varnarliðsins var ekki til fyrirmyndar í mengunarmálum. Þar má nefna Nikkelsvæðið, þar sem olía lak niður á grunnvatnið árum saman og lausnin við því var að færa leiðsluna annað.

Ég er hræddur um að einhverjum hefði brugðið ef olía hefði komist inn á dreifikerfi bæjarbúa. Hver var svo lausnin? Var henni dælt upp til eyðingar eða eitthvað gert til að lámarka skaðann. Nei, eins og svo oft áður fékk bærinn litla kommisjón. Thank you mister kommisar.
Ég held að það sé löngu kominn tími til að við lifum í sátt við nátturuna, og framkvæmum eins vistvænt og möguleiki er hverju sinni. Látum Rögnunefndina ekki byggja flugvöll ofan á vatnsverndarsvæðunum okkar, hún gleymdi víst að kíkja undir yfirborðið.

Friðrik Georgsson

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024