Aðsent

Fjölmargir stutt við líknandi meðferð á HSS í gegnum árin
Fimmtudagur 5. maí 2016 kl. 07:00

Fjölmargir stutt við líknandi meðferð á HSS í gegnum árin

Til að koma í veg fyrir misskilning þá viljum við koma á framfæri athugasemd vegna fréttar um opnun líknandi aðstöðu á sjúkradeild HSS  þann 5. apríl sl.

Starfsemi Heilbrigðisstofnunar  Suðurnesja hefur í gegnum tíðina notið góðs af starfi styrktar- og félagasamtaka á Suðurnesjum.  Það hefur alla tíð nýst starfseminni afar vel.

Fyrir nokkrum árum var áætlað að opna líknardeild sem átti að vera staðsett í elsta hluta spítalans. Þessi deild átti að vera hluti að starfsemi heimahjúkrunar. Styrktarfélag Keflavíkurkirkju, Lionessuklúbbur Keflavíkur, Lionsklúbbur Keflavíkur, Krabbameinsfélag Suðurnesja, Styrktarfélag sjúkrahússins, Minningasjóður Vilhjálms Ketilssonar ásamt fleiri félagasamtökum sem óskuðu nafnleyndar, gáfu fjármuni til starfseminnar. Því miður vegna fjárhagsaðstæðna þurftum við að hætta við að útbúa þessa deild og  í kjölfarið var ákveðið að sameina þennan hluta við sjúkradeildina (D-deild ).  En fjármunum sem áðurnefnd félög gáfu var varið í kaup á tveim rafknúnum legurúmum, dýnum, gálga, tveim náttborðum, húsgögnum í setustofu og gardínum og sóltjöld og fl.  Þessi húsbúnaður er og hefur verið í notkun og líknandi meðferð hefur verið í boði mörg undanfarin ár á deildinni.  Búnaðurinn sem var keyptur hefur því komið að mjög góðum notum. Fyrir það viljum við þakka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024