Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppspretta kvikunnar í Svartsengi undir Nátthagakrika
Skjáskot af Skjálftalísu Veðurstofu Íslands. Annars vegar má sjá skjálfta á kvikuganginum sem liggur í gegnum Sundhnúkagígaröðina og svo skjálftana við Nátthagakrika.
Mánudagur 29. apríl 2024 kl. 21:39

Uppspretta kvikunnar í Svartsengi undir Nátthagakrika

Sennilegast er að skjálftavirknin undir Fagradalsfjalli/Nátthagakrika stafi af djúpu innrennsli kviku. Þessir skjálftar eru djúpir, á 6-9 km. dýpi. Síðast í dag urðu nokkrir skjálftar á þessu svæði. Skjálftasvæðið er ábrerandi á Skjálftalísu Veðurstofu Íslands en með fréttinni má sjá skjáskot af vefsíðunni sem sýnir uppsafnaða jarðskjálfta frá áramótum og til dagsins í dag.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Víkurfréttir að líklegt sé að frá Fagradalsfjalli/Nátthagakrika fari kvikan til hliðar undir Svartsengi og upp í gosið við Sundhnjúk/Hagafell.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Að svo komnu er því ekki ástæða til að draga þá ályktun að það stefni í nýtt gos þarna austar, hvað sem síðar verður,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að ef rétt reynist, er líklegt að rennslið verði áfram á svipuðum slóðum og gýs nú, á Sundhnúkaröðinni. „Það er auðveldasta leiðin og kallar ekki á frekari opnun á svæðinu.“

Í spilara hér að neðan er beint streymi frá Reykjanesbæ þar sem horft er til eldstöðvanna við Sundhnúkagígaröðina.

Magnús Tumi Guðmundsson.