Viðskipti

WOW air flýgur til Mílanó allan ársins hring
Föstudagur 6. júlí 2018 kl. 06:09

WOW air flýgur til Mílanó allan ársins hring

WOW air býður nú upp á flug til Mílanó allan ársins hring. Þá er flugtíminn einnig betri en frá og með 30. október verður flogið frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö um morguninn og lent í Mílanó klukkan hálf eitt að staðartíma.

Flogið verður þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum í Airbus A320 vélum. Með þessum breytingum næst betur að tengja við Norður-Ameríku flug WOW air og anna þannig aukinni eftirspurn. Þá nýtist dagurinn þar ytra betur en hingað til hefur verið lent í Mílanó seint að kvöldi. 

Mílanó er einn af rótgrónustu áfangastöðum WOW air en flugfélagið hefur flogið þangað yfir sumartímann frá árinu 2013 en þetta er í fyrsta sinn sem WOW air býður upp á flug þangað yfir vetrartímann. 
Mílanó er þekkt fyrir að vera miðpunktur listalífs og hönnunar og tilheyrir nyðri hluta Ítalíu.

Stutt er í vinsæl skíðasvæði á borð við Dolomites sem staðsett eru sunnan megin Alpafjallanna og má því búast við fallegu veðri meðan skíðað er. Frá Mílanó er einnig einungis um tveggja tíma lestarferð til Feneyja. 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs