Fimmtudagur 18. apríl 2024 kl. 14:54

Kjarnorkukafbátur sækir vistir til Reykjanesbæjar

Kjarn­orku­kaf­bát­ur­inn USS New Hamps­hire er þessa stundina á Stakksfirði þar sem hann fær þjónustu frá landi. Kafbáturinn er að sækja vistir, auk þess sem skipt er um hluta áhafnar.

Varðskipið Þór hefur fylgt kafbátnum frá Garðskaga og að Keflavík en siglt var með vistir að kafbátnum frá Keflavíkurhöfn nú eftir hádegið.

Kjarnorkuknúnir kafbátar á norðurslóðum hafa haft reglulega viðkomu hér á undanförnum mánuðum.

Meðfylgjandi myndir tók myndatökumaður Víkurfrétta af kafbátnum og Þór í Garðsjónum um hádegi í dag.