Viðskipti

Ungir Suðurnesjamenn kynna nýja matvöru á Matarmarkaði um helgina
Kristjón og Fannar. Ljósm.Árni Sæberg/Morgunblaðið.
Laugardagur 13. apríl 2024 kl. 10:23

Ungir Suðurnesjamenn kynna nýja matvöru á Matarmarkaði um helgina

Tveir ungir Suðurnesjamenn, Fannar Óli Ólafsson og Kristjón Hjaltested, eru stofnendur fyrirtækisins Sýru sem framleiðir kimchi en þeir eru þátttakendur á Matarmarkaði Íslands sem verður í Hörpu nú um helgina 13.–14. apríl.

Kimchi er að þeirra sögn matvara sem er skemmtileg viðbót við alla rétti og góð í munn og maga. Það er náttúrulega súrsað og auðugt af góðgerlum sem styðja við meltingu og öflugra ónæmiskeri. „Kimchi fær­ir máltíðina á annað plan og hægt að borða með núðlum, taco, vefj­um, ham­borg­ara, fisk og kjöti. Kimchið okk­ar er nátt­úru­lega súrsað í tvær vik­ur en við það þró­ast bragðið og mat­var­an auðgast af góðgerl­um sem styðja við skil­virka melt­ingu og öfl­ugt ónæmis­kerfi,“ segja þeir félagar í spjalli við mbl.is en hægt er að lesa viðtal við þá þar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

En hvar og hvernig er kimchi notað?

„Við setj­um kimchi á allt. Þið getið séð hug­mynd­ir af því hvernig þið getið notað Kimchi inn á In­sta­gram síðunni okk­ar hér und­ir “Kimchi Rétt­ir“.

Sýra-Kimchi er komið í sölu í nær öllum verslunum Hagkaups og þeir kappar eru spenntir að sjá hver viðbrögðin verða og hvetja líka Suðurnesjamenn til að heimsækja þá á Matarmarkaði Íslands um helgina í Hörpu.