Karlakórinn
Karlakórinn

Viðskipti

Skólamatur með svala nálgun í umhverfismálum
Skólamatur ehf. í Reykjanesbæ tók í notkun glæsilega viðbyggingu á síðasta ári en fyrirtækið þjónustar yfir áttatíu og fimm skóla á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu.
Sunnudagur 21. apríl 2024 kl. 06:08

Skólamatur með svala nálgun í umhverfismálum

Allt að 70% minni raforkunotkun með nýjum kælilausnum í einu stærsta og fullkomnasta eldhúsi landsins

Skólamatur er framsækið fyrirtæki sem starfrækir eitt stærsta eldhús landsins. Fyrirtækið snertir líf fjölmargra á hverjum einasta degi með jákvæðum hætti. Umsvif fyrirtækisins hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár sem kallaði á stækkun húsnæðis og meiri kæligetu til að standa undir auknum fjölda máltíða sem fyrirtækið afgreiðir á hverjum degi.

Yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag

Í dag þjónustar Skólamatur yfir 85 skóla á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu með yfir 23.000 máltíðir og millimál á dag fyrir leik- og grunnskólabörn. Kröfurnar um stærra og hentugra húsnæði voru því orðnar aðkallandi eftir vöxt undanfarinna ára.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Eitt fullkomnasta og afkastamesta eldhús landsins

Metnaður fyrirtækisins birtist strax við upphaf hönnunar á stærra húsnæði. Nálgunin var að vinna náið með fyrirtækjum sem hafa ólíka sérfræðiþekkingu á lykilþáttum við meðhöndlun mætvæla og framkvæmda. Frá móttöku hráefna til útkeyrslu máltíða var leitast eftir bestu og hagkvæmustu lausnunum frá hverju fyrirtæki en ekki bara það heldur að fá þessi fyrirtæki og þeirra lausnir til að vinna vel saman. Það er umtalað meðal forsvarsmanna þeirra fjölmörgu fyrirtækja og verktaka sem komu að verkinu að það hafi tekist einstaklega vel og samstarf milli fyrirtækja hafi verið árangursríkara en í flestum öðrum og má þakka það jákvæðri og faglegri nálgun stjórnenda hjá Skólamat.

Umhverfisvænar lausnir og orkusparnaður í fyrirrúmi

Stjórnendur hjá Skólamat láta umhverfismál sig miklu varða sem og að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þannig að hægt sé að bjóða mat til skólabarna á sem hagstæðustu verði. Með þessi atriði að leiðarljósi var leitað til Kælingar ehf. sem sérhæfir sig í hönnun og innleiðingu á orkusparandi og umhverfisvænum nútíma kælilausnum.

Flókið kæliumhverfi gert einfalt og hagkvæmt

Strax í upphafi var ljóst að verkefnið hjá Skólamat væri stórt og fjölþætt enda mikilvægt að tryggja rétta kælingu á ólíkum aðföngum fyrir allar þær máltíðir sem fara í gegn daglega. Ólík vinnslustig kalla einnig á ólíkar kælileiðir. Með nánu samstarfi Kælingar og Skólamatar var niðurstaðan heildstæð kælilausn sem tryggir að öll matvæli sem þurfa kælingu eru geymd og meðhöndluð við hárrétt hitastig frá upphafi ferilsins þar til maturinn er afgreiddur í hverjum skóla.

Miðlægt kerfi sem stýrir mörgum ólíkum kælirýmum

Hvernig er hægt að hámarka kæliafköst á mörgum stöðum en á sama tíma spara raforku? Hjá Skólamat eru mörg ólík rými í ólíku húsnæði sem þurfa að vera með mismunandi hitastigi og kælihraða. Niðurstaðan var stórt miðlægt kerfi sem annar nánast allri kælingu í öllum rýmum og húsnæðum með örfáum undantekningum í sérstökum rýmum sem eru alveg sjálfstæð.

Með þessari uppsetningu náðist mikill sparnaður við kaup á kælibúnaði þar sem kæliberandi efni eru leidd á milli húsa frá öflugu miðlægu kerfi í stað þess að vera með mörg minni sjálfstæði kerfi fyrir hvert rými og hvern klefa.

Fullkomin stjórnun og eftirlit í gegnum fjartengingar

Kælikerfin og stjórnbúnaður hjá Skólamat eru mjög tæknilega fullkomin með stöðugu stafrænu eftirliti þar sem fylgst er m.a. með hitastigi, þrýstingi á kerfum, flæði, hraða, opnunum, lokunum og öðrum lykilþáttum. En upplýsingar um alla þessa þætti eru skráðar í miðlægan gagnagrunn sem hægt er að nýta til skýrslugerðar og greina ef einhver frávik koma upp.

Hvert og eitt rými hefur ákveðna ábyrgðaraðila sem fá sjálfvirkt sendar skýrslur með kælingu og þróun hennar í hverju rými. Hægt er að sérsníða skýrslur að þörfum og ábyrgðasviði ólíkra ábyrgðaraðila. Einnig skilar kerfið skýrslum fyrir samskipti við opinbera eftirlitsaðila og upplýsingagjöf til þeirra.

Stjórnbúnaður er nettengdur og öll vöktun stafræn. Hægt er að tengja búnaðinn við öryggiskerfi og eða beinu viðbragðsafli hjá Kælingu sem getur með skjótum hætti tengst kerfum til að kannað stöðu mála og jafnvel framkvæmt viðgerðir í gegnum fjartengingar.

Allt að 70% minni raforkunotkun

Áætlanir gera ráð fyrir að raforkunotkun kælilausna verði allt frá 50 til 70% minni hjá Skólamat með nýrri kælilausn í samanburði við eldri útfærslur. Raforkusparnaður eru mikilvæg skref þegar nýting raforku fer vaxandi og framboð ekki náð að fylgja aukinni eftirspurn. Samkvæmt samtali við Atla Stein, framkvæmdastjóra Kælingar, hefur verið mikil aukning í verkefnum þar sem eldri kælikerfi og kælirými eru uppfærð með nútíma lausnum til þess bæði að ná út freoni og áhættunni sem því fylgir en einnig til þess að stórminnka raforkunotkun og auka rekstraröryggi.

Jón og Fanný Axelsbörn, aðalstjórnendur Skólamatar ehf. í Reykjanesbæ.

Skólamatur sýnir í verki að þeim er umhugað um umhverfismál

Til að standast kröfur um umhverfisvænar lausnir þarf margt að koma til, m.a. umhverfisvænt efnisval fyrir kælirými til að tryggja hámarks einangrunargildi og hreinlæti, og svo hins vegar að velja afkastamikinn og umhverfisvænan kælibúnað til að kæla niður rýmin. Öll kælikerfin hjá Skólamat byggja á nýrri umhverfisvænni tækni þar sem Co2-kolsýra er notuð sem kælimiðill í stað eldri óumhverfisvænna og jafnvel hættulegra kælimiðla. Stjórnendur hjá Skólamat hafa með því að velja umhverfisvæna og orkusparandi kælilausn frá Kælingu sýnt það í vilja og verki að þeim er mjög umhugað um umhverfismál.

Tækifæri fyrir öll fyrirtæki að taka umhverfisvæn skref

Freonið minnkað um allt að 80% á eldri kerfum.

Kæling býður upp á Hybrid leið fyrir eldri kælikerfi en með þeirri leið er dregið verulega úr notkun á dýrum og óumhverfisvænum kælimiðlum líkt og freon um allt að 80%. Í staðin fyrir freon er notað Co2 sem kuldberandi efni um lagnir kælikerfisins. Þetta er afar áhrifarík leið sem dregur einnig verulega úr raforkunotkun og áhættu á dýrum umhverfisslysum líkt og að missa freon út af kerfum.

Lagnir í kælikerfum tærast í mörgum tilfellum með aldrinum og því sækjast stjórnendur, sjávarútvegsfyrirtækja, fyrirtækja í matvælaiðnaði, verslunum, hótelum og veitingastöðum mikið eftir því að taka þessi mikilvægu skref í umhverfis- og öryggismálum fyrirtækja.

Fyrirtæki geta því valið að taka umhverfis- og rekstrarmálin alla leið leið líkt og Skólamatur þegar kemur að kælimálum eða velja minni skref þar sem eldri fjárfesting er nýtt að hámarki og mjög stór umhverfisvæn skref tekin í rétta átt.