Rúmfatalagerinn
Rúmfatalagerinn

Viðskipti

Slær fjörutíu bletti tvisvar í mánuði
Sunnudagur 23. júlí 2023 kl. 11:13

Slær fjörutíu bletti tvisvar í mánuði

Keflvíkingurinn Tómas Tómasson slær ekki slöku við en kappinn er sextán ára gamall og slær rúmlega fjörutíu grasbletti í Reykjanesbæ tvisvar í mánuði í allt  sumar. „Þetta gengur vel en það er mikið að gera. Ef ég tek mér frí þá þarf ég slá fleiri bletti til að vinna það upp og þá eru sumir dagar langir,“ segir Tómas en drengurinn er alnafni og barnabarn Tómasar Tómassonar , sparisjóðsstjóra og forseta bæjarstjórnar Keflavíkur til langs tíma. Faðir hans, líka Tómas, og fleiri hjálpa honum að komast á milli staða því drengurinn er ekki kominn með bílpróf en það er stutt í það.

Tómas er vel búinn tækjum, með öfluga sláttuvél, sláttuorf og blásara. Tómas kemur svo grasinu á losunarstað. Þetta gerist ekki miklu flottara enda er mikið að gera hjá kappanum.