Flugger
Flugger

Viðskipti

Samkaup eflir tengsl menntakerfisins við atvinnulífið
Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó, og Kristín Gunnarsdóttir, fulltrúi Krambúða og Kjörbúða, veita nemendum viðurkenning við lok starfsnáms.
Föstudagur 19. janúar 2024 kl. 06:02

Samkaup eflir tengsl menntakerfisins við atvinnulífið

Samkaup útskrifaði nýlega átta nemendur frá stafrænni viðskiptalínu Verzlunarskóla Íslands úr átta vikna starfsnámi. Þetta er þriðja skiptið sem Samkaup tekur á móti hópi starfsnema á þriðja ári í Verzló þar sem nemendurnir vinna raunverkefni í tengslum við stafræna verslun og þjónustu og fá tækifæri að kynnast atvinnulífinu.

Starfsnáminu lauk með kynningu fyrir stjórnendur Samkaupa þar sem niðurstöður greiningar á samskiptum Nettó og Krambúðarinnar voru kynntar auk þess sem nemendurnir lögðu fram tillögur að auglýsingum sem verslanirnar gætu framleitt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Okkur finnst gífurlega mikilvægt að gefa ungu fólki tækifæri til þess að reyna fyrir sér í atvinnulífinu og algjör forréttindi að fá að vinna með og heyra allar hugmyndirnar sem þessir upprennandi einstaklingar hafa. Starfsnám er frábær leið til þess að ungt fólk geti fundið sitt áhugasvið og skemmtilegast er að sjá áhuga þeirra aukast á þessu átta vikna tímabili,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó.

Mikilvægt að atvinnulífið bjóði tækifæri til starfsnáms

Samkaup hafa sett sér markvissa stefnu að auka formlegar menntunarleiðir innan verslunar og þjónustu. Ásamt samstarfi um starfsnám við Verzlunarskóla Íslands var Samkaup meðal þróunaraðila á fagnámsbraut í sama skóla fyrir starfandi verslunarfólk, sem Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks (SVS) hratt af stað.

„Við erum að mæta skýru ákalli um aukin tengsl atvinnulífsins og menntastofnana, en tækifæri fyrir framhaldsskólanema hér á landi til að öðlast starfsreynslu með starfsnámi eru fágæt. Það er okkar skoðun að nauðsynlegt sé að byggja brú milli atvinnulífs og náms á Íslandi. Slíkt er ekki einungis nauðsynlegt fyrir atvinnulífið til að mæta þörfum framtíðarinnar, heldur einnig til að veita ungu fólki handbæra reynslu og þekkingu sem undirbýr það fyrir samkeppnishæfan vinnumarkað.“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa.