Bygg
Bygg

Viðskipti

Samkaup að fullu í eigu Suðurnesjamanna
Mánudagur 6. október 2003 kl. 11:34

Samkaup að fullu í eigu Suðurnesjamanna

Kaupfélag Suðurnesja svf. hefur keypt 50,4% hlut Kaldbaks hf. í Samkaup hf. Áætlaður bókfærður söluhagnaður Kaldbaks hf. af sölunni er rúmlega 1100 milljónir króna.

Samkaup, sem voru í eigu félaganna tveggja, eru þriðja stærsta matvöruverslunarkeðja landsins. Félagið hefur rekið á þriðja tug matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Vestfjörðum og Norðurlandi undir nöfnum Nettó, Kaskó, Samkaupa, Úrvals, Strax og Sparkaupa. Að auki rekur félagið kjötvinnsluna Kjötsel í Njarðvík og kostverslunina Valgarð á Akureyri.

Bílakjarninn
Bílakjarninn