Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Nýr sjávarréttaveitingastaður opnar í Keflavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 10:03

Nýr sjávarréttaveitingastaður opnar í Keflavík

Fiskbarinn heitir nýr veitingastaður sem opnar á föstudag á Hótel Berg sem er við smábátahöfnina í Reykjanesbæ. Landsþekktur matreiðslumeistari, Hákon Örn Örvarsson er yfirkokkur á staðnum. Staðurinn rúmar um 30 matargesti og starfsfólk staðarins bíður spennt eftir því að taka á móti gestum þegar ástandið hefur batnað, segir í frétt frá Fiskbarnum.

„Á þessum síðustu og verstu hefur starfsfólk Hótel Berg sannarlega nýtt tímann vel. Í samvinnu við HAF studio hefur veitingsal hótelsins verið breytt í nýjan og spennandi veitingastað. Staðurinn ber nafnið Fiskbarinn og munu sjávarréttir og grænmeti úr næsta umhverfi leika lykilhlutverk á níu rétta matseðli. Framboðið verður síbreytilegt eftir árstíðum og byggt á því sem ferskast er og best hverju sinni. Við matargerðina sækir meistarakokkur Fiskbarsins víða innblástur en útkoman er engu lík.

Public deli
Public deli

Yfirkokkur Fiskbarsins er enginn annar en Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari og brons Bocuse d‘Or verðlaunahafi. Hákon var áður yfirkokkur á veitingastaðnum Vox hefur auk þess að starfað á veitingastað Hótel Holts og Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg,“ segir jafnframt í frétt Fiskbarsins.