Nýjar verslanir í Leifsstöð þegar starfsemi Íslensks markaðs verður lögð niður

Nú er unnið að stækkun flugstöðvarinnar og er stefnt að því að henni ljúki vorið 2006 og munu þá flestar nýju verslanirnar hefja rekstur á svæðinu um leið og verslun með þá vöruflokka sem Íslenskur markaður er með í dag færist til nýrra aðila. Starfsemi Íslensks markaðar verður þar með lögð niður.
Mestar breytingar verða á verslunar- og þjónusturými á brottfararsvæði á annarri hæð. Meðal vöruflokka sem nýju verslanirnar munu hafa á boðstólum eru íslenskar ferðamannavörur, matvörur, bækur, blöð og tímarit, tískufatnaður, úr og skartgripir ásamt fleiri vöruflokkum. Þá verður gleraugnaverslun auk verslunar með sport- og útvistarvörur.
Markmið breytinganna er að bæta þjónustu við flugfarþega, meðal annars með auknu framboði á vörum og vörumerkjum, auk þess að auka hlut einkaaðila í verslun í flugstöðinni. Þess er vænst að breytingarnar muni treysta flughöfnina í sessi sem vinsælan viðkomustað sem stenst samanburð við bestu flughafnir í heimi.