Viðskipti

Ný og endurbætt netverslun Nettó opnuð í tæka tíð fyrir jólaösina
Dagbjört Vestmann Birgisdóttir, rekstrarstjóri netverslunar Nettó
Miðvikudagur 23. nóvember 2022 kl. 16:20

Ný og endurbætt netverslun Nettó opnuð í tæka tíð fyrir jólaösina

Ný og endurbætt Nettó netverslun er nú formlega opin í tæka tíð fyrir jólaösina. Þá setur Nettó notendaupplifun og einfalt aðgengi í forgrunn þar sem flestir vilja spara sér tíma yfir hátíðarnar. 

 „Við erum ákaflega ánægð og þakklát fyrir þá þolinmæði sem viðskiptavinir okkar hafa sýnt okkur í gegnum allt ferlið og það gleður okkur að geta nú boðið upp á þá framúrskarandi þjónustu á netinu sem við höfum stefnt að í langan tíma. Viðbrögðin hafa sannarlega farið fram úr okkar björtustu vonum og það er frábært að koma svona öflug inn í jólatímabilið, þar sem við getum tekið þátt af fullum krafti í Black Friday, Cyber Monday og allri jólaverslun. Við sjáum vel að neytendur vilja spara sér tíma á þessum háannatíma og netverslun spilar þar gríðarlega stórt hlutverk. Við höfum því lagt allt kapp á að vera klár í jólaösina og fögnum ákaft að geta opnað formlega á þessum tímapunkti,” segir Dagbjört Vestmann Birgisdóttir, rekstrarstjóri netverslunar Nettó. 

Mikið vatn runnið til sjávar

Nettó var brautryðjandi á sínum tíma þegar verslunin opnaði fyrst lágvöruverðsverslana netverslun á Íslandi. Nú eru komin rúmlega fimm ár síðan og mikið vatn runnið til sjávar með auknum kröfum neytenda um aukið þjónustustig, meiri hraða og gæði almennt. „Með því að opna okkar eigin netverslun erum við að stíga mikilvægt skref til að mæta viðskiptavinum okkar á persónulegri nótum. Við sjáum til að mynda að viðskiptavinir okkar kjósa lífrænar vörur í miklum mæli og í nýju netversluninni gefst okkur kostur á að flokka þær sérstaklega frá og auðvelda þannig innkaupin.Við höfum frá upphafi verið leiðandi þegar kemur að netverslun með matvöru hérlendis og við erum með langmesta vöruúrvalið, yfir 7500 vörunúmer. Það er spennandi að halda áfram á þessari vegferð og með nýrri og endurbættri netverslun getum ekki annað en hlakkað til að halda áfram að þróast með okkar fólki. Tækifærin eru sannarlega mörg og þeim kemur aðeins til með að fjölga á þessu sviði,” segir Dagbjört. 

Public deli
Public deli

Ný netverslun býður upp á fjölmörg tækifæri

Nýja netverslunin gefur Nettó svigrúm til að prófa sig áfram með mismunandi nálganir varðandi kjarabætur til viðskiptavina en meðal stærstu breytinganna sem ný netverslun hefur í för með sér er innleiðing vildarkerfis Samkaupa, sem fram til þessa hefur einungis verið möguleg í gegnum Samkaupa-appið. „Nú er 2% apps-afslátturinn aðgengilegur öllum sem nýta sér netverslunina en hann safnast upp og verður að inneign sem nýta má í öllum rúmlega sextíu verslunum Samkaupa um allt land. Þá má einnig glögglega sjá á viðmóti síðunnar að notendaupplifun er sett í algjöran forgang og aðgengið aldrei betra.” 

Ný netverslun býður sem fyrr segir upp á fjölmörg tækifæri og strax á næsta ári verður hægt að versla í netversluninni í gegnum Samkaupa-appið, sem notið hefur gífurlegra vinsælda undanfarin ár, en hátt í 50 þúsund notendur nota appið reglulega.