Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

N1 og Tesla í samstarf
Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1.
Mánudagur 12. febrúar 2024 kl. 12:59

N1 og Tesla í samstarf

N1 og Tesla og hafa undirritað rammasamning sem felur í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið. Markmið N1 með samningsgerðinni er að auka verulega þjónustu við notendur rafbíla og byggja upp víðfeðmt net hraðhleðslustöðva á næstu tveimur árum samhliða uppbyggingu Tesla.   

Uppbygging Tesla verður við eftirfarandi þjónustustöðvar N1: Borgarnesi, Blönduósi, Egilsstöðum, Vík, Ísafirði, Hringbraut, Kirkjubæjarklaustur, Hveragerði, Keflavík og Ártúnshöfða samhliða fjölgun hleðslustæða þar sem Tesla er nú þegar við Staðarskála og í Fossvogi. Þá mun N1 setja upp níu nýja hraðhleðslugarða innan tveggja ára. Samtals eru því áform um nítján nýja hraðhleðslugarða og mun hraðhleðslustæðum við þjónustustöðvar N1 fjölga um meira en 150 á þessu tímabili.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áformin næstu tvö árin eru fyrsti áfanginn í vegferð N1 tilað stórbæta aðgengi að hraðhleðslu fyrir eigendur rafbíla um land allt. Lögð verður áhersla á uppbyggingu við fjölfarnar leiðir utan höfuðborgarsvæðisins en einnig er horft til svæða utan alfararleiðar til að þjónusta dreifðari byggðir landsins. Með fyrirhugaðri uppbyggingu vill N1 leitast við að tryggja aðgengi allra að öruggri rafhleðslu, óháð bíltegund, greiðsluleið og álagstoppum og framfylgja þeirri stefnu félagsins að allir eigi að geta hlaðið bílinn sinn með vissu um stuttan biðtíma, örugga virkni og einfalt notendaviðmót um land allt.  Hraðhleðslustöðvar Tesla verða opnar öllum rafmagnsbílum.