Samfylkingin
Samfylkingin

Viðskipti

Marriott hótelið opnað formlega eftir nærri árs bið
Hótelstjórinn Hans Prins með tveimur af starfsmönnum hótelsins, Telmu t.h. og Berglín að skála fyrir opnuninni sem verður 7. janúar. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 7. janúar 2021 kl. 12:50

Marriott hótelið opnað formlega eftir nærri árs bið

Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ opnar formlega fimmtudaginn 7. janúar en veitingastaður þess, The Bridge eða Brúin, tekur einnig til starfa en rekstur hótelsins hefur verið mjög takmarkaður allt frá upphafi Covid-19. 

„Jú, það er komið að þessu og við erum mjög spennt. Nú getum við tekið á móti viðskiptavinum á veitingastaðinn í fyrsta skipti en hótelgestir hafa verið nokkrir á veiruári þó þeir hafi ekki verið margir,“ segir Ingvar Eyfjörð hjá Aðaltorgi en sem kunnugt er stóð til að opna hótelið formlega fyrir tæpu ári síðan. Vegna Covid-19 hefur rekstur ekki farið að fullu í gang. 

Viðreisn
Viðreisn

Undirbúningur fyrir formlega opnun hefur staðið yfir síðustu vikur og mánuði og þegar Víkurfréttir litu við í upphafi vikunnar var verið að fara yfir síðustu handtökin varðandi rekstur veitingastaðarins sem verður opinn framvegis frá 7. janúar. Víkurfréttir verða með beina útsendingu á Facebook-síðu VF frá formlegri opnun um kl. 17. Eftir útsendinguna verður hægt að sjá hana eftirá á Facebook-síðu VF.

Séð inn á veitingastaðinn The Bridge á Marriott. Að neðan má sjá nokkra rétti af matseðli.