Flugger
Flugger

Viðskipti

María Petrína Berg ráðin leikskólastjóri nýs leikskóla við Drekadal
Fimmtudagur 25. janúar 2024 kl. 08:28

María Petrína Berg ráðin leikskólastjóri nýs leikskóla við Drekadal

María Petrína Berg hefur verið ráðin leikskólastjóri nýs leikskóla við Drekadal í Reykjanesbæ. María Petrína lauk leikskólakennaranámi með B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006 og M.Ed. í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2011. María Petrína hefur starfað sem leikskólastjóri í leikskólanum Holti frá árinu 2019 og starfaði þar áður í sjö ár sem leikskólastjóri hjá Félagsstofnun stúdenta.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024